Fjölskylduhátíð Ford Félagsins á Flúðum helgina 03-05 júní 2011.

June 1st, 2011

Flúðadeild Fordfélagsins stendur fyrir mikilli fjölskylduhátíð á Flúðum laugardaginn 4. Júní næstkomandi. Verður þetta sannkölluð fjölskylduhelgi og margt að gerast. Allir eru velkomnir og er þetta kjörinn helgardvalarstaður fyrir fjölskyldufólk með börn.

Meðal viðburða verður að minnsta kosti 130 bíla Bíla, og Mótorhjólasýning, 100m Bringusundkeppni krakka sem fæddir eru árið 1999 og vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Keppt verður í Bændagöngu í tveimur flokkum, 14-16 ára með tvö 10kg lóð, og 17+ með tvö 20kg lóð. Hestaspyrnu (stuttar kappreiðar, hestaspyrna 150-250m á beinni braut), reypitogi fyrirtækja á suðurlandi, en keppt verður í 4 og 6 manna liðum.

Síðasta keppnisgreina dagsins verður keppni í Armbeygjum, en keppendur þurfa fyrst að svara nokkrum laufléttum spurningum um heimilishald. Skilyrði til að taka þátt í þessari keppnisgrein er að viðkomandi sé á aldrinum 25-45 ára og sé einhleypur.

Þarna verður að sjálfsögðu sungið og trallað til klukkan 22:00 en þá lýkur formlegri dagskrá. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir keppnirnar, en sem dæmi um vinninga fá þrír karlmenn og þrjár konur hótelgistingu með kvöldverði og morgunverði á Hótel Geysi í Haukadag, og verða þessir 6 einstaklingar þar á sama tíma. Á Hótelinu er náttúrusundlaug, gufubað og heitir pottar.

Kl. 09.00 hefst Bringusundið,  Kl. 10.00  Bíla og mótorhjólasýningarnar,  14.00  Bændagangan,  15.00  Kappreiðarnar, 16.00  Reipitogið, 18.00 Makalausakeppnin.

Nóg er af tjaldstæðum og ýmsir gistimöguleikar í boði. Þá má þess geta að á þessum árstíma eru Flúðir orinn einn ljúfasti helgardvalarstaður landsins, enda er náttúrufegurðin þar ótrúleg. Rólegt og þægilegt mannlíf og gott viðmót og kurteysi einkenna íbúa staðarins.

Þeir sem vilja skrá sig í þessar keppnisgreinar, eða vantar nánari upplýsingar geta sent á netföngin harri@simnet.is og snorrivv@hotmail.com


Ford Félagið
Reykjavíkurvegi 68
220 Hafnarfjörður

Kennitala
461109-1790

Bankanúmer
0545-26-4609
Höfundaréttur
© 2009-2010 Ford Félagið

Hafðu samband
fordfelagid@fordfelagid.is
Snorri V Vignisson - 694 2828