Um félagið

Fordfélagið var stofnað árið 2009 af nokkrum áhugamönnum um bíla og viðhald þeirra. Nafn félagsins vísar til hins fræga Ford T – en gjarnan er sagt að sá fákur hafi lagt grunn að því að bílar komust í almannaeign. Tilgangur félagins er að skapa umræðugrundvöll fyrir áhugasama þar sem hægt er að skiptast á skoðunum, miðla upplýsingum um varahluti og fróðleik, auk þess að leita sem víðast afsláttarkjara fyrir félagsmenn á ýmsum búnaði og þjónustu. Í forgrunni er þó ávallt að skapa skemmtilegt andrúmsloft þar sem félagsmenn kynnast innbyrðis og fá útrás fyrir áhuga sinn á bílum. Félagsaðild getur jafnframt veitt viðkomandi ómetanlegan stuðning þegar eitthvað bjátar á, hvort heldur um er að ræða kaup, viðhald eða viðgerðaraðstöðu – enda viskubrunnur félagsmanna ansi djúpur. Eignarhald á Ford bifreið er síður en svo skilyrði fyrir aðild né heldur bíladella á háu stigi. Allir bíleigendur hafa hag af því að taka þátt. Fordfélagið stefnir að því að efla starfssemi sína frekar á fyrrnefndum grunni.

Fréttir

Páskahérastubbaleikur á Flúðum

January 24th, 2012

‘Arlegur hérastubbaleikur fyrir börn frá 5 til 15 ára verður haldinn

á Flúðum seinnipartinn í Mars, tímasetning verður auglíst sýðar.

filkist með .

Matur á flúðum Föstudaginn 20 01 2012

January 14th, 2012

Þorramatur verður á Flúðum  20 01 2012 Allir að mæta. Síðan verður mannlífið skoðað,

og fleira skemtilegt látið vita á fordfelagid@fordfelagid.is eða í síma 8694162 snorri.

Hittingur í 88 húsinu

November 27th, 2011

Flottir tónar úr þeim græna.

November 15th, 2011

Ford Bronco 1996. á 46 tommu dekkjum vél 514 cl big block<