Um félagið

Fordfélagið var stofnað árið 2009 af nokkrum áhugamönnum um bíla og viðhald þeirra. Nafn félagsins vísar til hins fræga Ford T – en gjarnan er sagt að sá fákur hafi lagt grunn að því að bílar komust í almannaeign. Tilgangur félagins er að skapa umræðugrundvöll fyrir áhugasama þar sem hægt er að skiptast á skoðunum, miðla upplýsingum um varahluti og fróðleik, auk þess að leita sem víðast afsláttarkjara fyrir félagsmenn á ýmsum búnaði og þjónustu. Í forgrunni er þó ávallt að skapa skemmtilegt andrúmsloft þar sem félagsmenn kynnast innbyrðis og fá útrás fyrir áhuga sinn á bílum. Félagsaðild getur jafnframt veitt viðkomandi ómetanlegan stuðning þegar eitthvað bjátar á, hvort heldur um er að ræða kaup, viðhald eða viðgerðaraðstöðu – enda viskubrunnur félagsmanna ansi djúpur. Eignarhald á Ford bifreið er síður en svo skilyrði fyrir aðild né heldur bíladella á háu stigi. Allir bíleigendur hafa hag af því að taka þátt. Fordfélagið stefnir að því að efla starfssemi sína frekar á fyrrnefndum grunni.

Fréttir

Páskahérastubbaleikur á Flúðum

January 24th, 2012

‘Arlegur hérastubbaleikur fyrir börn frá 5 til 15 ára verður haldinn

á Flúðum seinnipartinn í Mars, tímasetning verður auglíst sýðar.

filkist með .

Matur á flúðum Föstudaginn 20 01 2012

January 14th, 2012

Þorramatur verður á Flúðum  20 01 2012 Allir að mæta. Síðan verður mannlífið skoðað,

og fleira skemtilegt látið vita á fordfelagid@fordfelagid.is eða í síma 8694162 snorri.

Hittingur í 88 húsinu

November 27th, 2011

Flottir tónar úr þeim græna.

November 15th, 2011

Ford Bronco 1996. á 46 tommu dekkjum vél 514 cl big block

sjálskifting E40D  dana 60 fram hásing  og 10.25 aftur hásing

5.38:1 hlutföll loftlæsingar. Bifreiðin er mjög vel smiaður

Eigandi ‘Oskar Harðarson og smíðaði hann bílinn.

EKKI AMARLEGUR TAXI HÉR Á FERÐ.

November 15th, 2011

10 cl 6.8l vél Ford econoline  8 manna með leður kafteinstólum
flott að renna sér á ball í svona tæki.

SUÐURNESJADEILDIN.

November 15th, 2011

Suðurnesjadeild bauð öllum í kaffi og kökur í 88 húsinu laugardaginn 12,11,11.

Félagsmenn tóku hring um bæinn í broddi fylkingar ók lögreglann Ford Econoline bifreið sinni.

Í 88 húsinu sýndu menn bílana  sína, og voru nokkur þúsund hestöfl þar saman kominn, og að sjálfsögðu var slökkvi og sjúkrabifreið  á staðnum ásamt lögreglubifreið til að allt færi vel framm.

Mikill straumur var þar af fólki og voru menn almennt mjög ánægðir með daginn.

Sælir félagar nú fer senn að líða að opnu húsi hjá deildunum

October 13th, 2011

Fjölskylduhátíð Ford Félagsins á Flúðum helgina 03-05 júní 2011.

June 1st, 2011

Flúðadeild Fordfélagsins stendur fyrir mikilli fjölskylduhátíð á Flúðum laugardaginn 4. Júní næstkomandi. Verður þetta sannkölluð fjölskylduhelgi og margt að gerast. Allir eru velkomnir og er þetta kjörinn helgardvalarstaður fyrir fjölskyldufólk með börn.

Meðal viðburða verður að minnsta kosti 130 bíla Bíla, og Mótorhjólasýning, 100m Bringusundkeppni krakka sem fæddir eru árið 1999 og vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Keppt verður í Bændagöngu í tveimur flokkum, 14-16 ára með tvö 10kg lóð, og 17+ með tvö 20kg lóð. Hestaspyrnu (stuttar kappreiðar, hestaspyrna 150-250m á beinni braut), reypitogi fyrirtækja á suðurlandi, en keppt verður í 4 og 6 manna liðum.

Síðasta keppnisgreina dagsins verður keppni í Armbeygjum, en keppendur þurfa fyrst að svara nokkrum laufléttum spurningum um heimilishald. Skilyrði til að taka þátt í þessari keppnisgrein er að viðkomandi sé á aldrinum 25-45 ára og sé einhleypur.

Þarna verður að sjálfsögðu sungið og trallað til klukkan 22:00 en þá lýkur formlegri dagskrá. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir keppnirnar, en sem dæmi um vinninga fá þrír karlmenn og þrjár konur hótelgistingu með kvöldverði og morgunverði á Hótel Geysi í Haukadag, og verða þessir 6 einstaklingar þar á sama tíma. Á Hótelinu er náttúrusundlaug, gufubað og heitir pottar.

Kl. 09.00 hefst Bringusundið,  Kl. 10.00  Bíla og mótorhjólasýningarnar,  14.00  Bændagangan,  15.00  Kappreiðarnar, 16.00  Reipitogið, 18.00 Makalausakeppnin.

Nóg er af tjaldstæðum og ýmsir gistimöguleikar í boði. Þá má þess geta að á þessum árstíma eru Flúðir orinn einn ljúfasti helgardvalarstaður landsins, enda er náttúrufegurðin þar ótrúleg. Rólegt og þægilegt mannlíf og gott viðmót og kurteysi einkenna íbúa staðarins.

Þeir sem vilja skrá sig í þessar keppnisgreinar, eða vantar nánari upplýsingar geta sent á netföngin harri@simnet.is og snorrivv@hotmail.com

Ford Félagið á Facebook

July 28th, 2010

Fordfélagið er auðvitað á facebook. Kíktu við.

Smelltu hér til að fara á Facebook


Ford Félagið
Reykjavíkurvegi 68
220 Hafnarfjörður

Kennitala
461109-1790

Bankanúmer
0545-26-4609
Höfundaréttur
© 2009-2010 Ford Félagið

Hafðu samband
fordfelagid@fordfelagid.is
Snorri V Vignisson - 694 2828